trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 11/08/2015

Bankatraust

Hagfræðideildir einkabankanna reikna og reikna í leit að leiðum til þess að auka hagnað bankanna. Það er eðlilegt. Útreikningar þeirra eru byggðir á skammtímahugsun; hvar liggur falin gróðavon dagsins í dag. Deildirnar beita blekkingum, sveipa útreikninga sína dularklæðum; tala um þjóðarhag og benda á leiðir til þess að auka velsældina. Þessa tálmyndina setja þeir í fréttatilkynningu sem birt er orðrétt í öllum þeim miðlum sem eiga líf sitt undir lánveitingum bankanna.

Hundrað krónur

Landsbanki Íslands er í þjóðareign en hagar sér oftar en ekki eins og einkabanki. Hagfræðideild hans er haldinn skammtímahugsun og beitir eigendur sína blekkingum. Ferskasta dæmið um þetta er nýir „útreikningar“ deildarinnar og „spá“ um væntanlega hækkun á verði húsnæðis. Þeir sem hlýddu á spána fengu strax á tilfinninguna að hún væri röng, sett fram til þess að örva fasteignaviðskipti og flýta fyrir sölu bankans á því húsnæði sem hann situr uppi með eftir Hrun; eftirsókn eftir skammtímagróða. Tortryggin sem vaknaði hjá þeim sem hlustuðu á boðskapinn er augljóst merki þess að bankinn nýtur ekki trausts.

En hann gæti unnið sér það. Til þess þyrfti stjórn hans og starfsmenn að átta sig á því að bankinn er þjóðarbanki. Þess vegna þurfa þeir að hugsa fram tímann með hagsmuni eigenda sinna í huga, ekki stundargróða fyrirtækisins.

Landsbankinn gæti tekið forystu á sínu sviði með því til dæmis að skilja almenna þjónustu frá sýndarviðskiptum og braski, með því að lækka útlánavexti til íbúðabygginga, með því að gera áætlanir með tilliti til þess hvað þjóni almenningi best, eigendum bankans. Geri hann það fengi hann innan tíðar fljúgandi stuðning fólks til þess spara í rekstri sjálfs sín og byggja í miðbænum hús við hæfi.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,706