trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 02/03/2015

Bankasiður

 

Í það mund sem Þráinn Bertelsson, fyrrverandi alþingismaður var að skrifa þarfa og góða grein um siðleysi sem bankarnir leyfa sér í samskiptum við viðskiptamenn sína átti ég erindi í Arionbanka, fyrrum Kaupþingbanka, fyrrum Búnaðarbanka Íslands ef rétt er tíundað. Mér þótti við hæfi að fara í aðalstöðvarnar þó að ég ætti bara lítið erindi við gjaldkera.

Peningar

Höfuðstöðvar bankans standa á rústum Höfðaborgarinnar, fátæktarslóðar fortíðarinnar, þar sem nú heitir Borgartún, tákn þess að þjóðin hafi haft sigur á örbirgðinni. Reist í Bólunni. Vígt þá og helgað. Þetta er glæsibygging sem sjónvarpið sýnir okkur myndir af reglulega þegar bankafréttir eru sagðar. Fyrir vikið hefur hún fengið á sig eins konar musterisblæ.

Og inn gekk ég í þennan helgidóm sem landsmenn þekkja svo vel. Gríðarlegt gímald, 15 – 20 metra lofthæð eða eitthvað. Einn trébás á gólfi, tíu metrum frá innganginum eða svo. Þar var einn starfsmaður. Kona. Engin önnur manneskja á öllum gólffletinum. Ekkert líf. Enginn viðskiptavinur nema ég, pínulítið kvikindi frammi fyrir ógnarstærð bankaveldisins, sem vatt mér að búrinu og sagðist vera að leita að gjaldkera.

„Það er enginn gjaldkeri hér. Þeir eru hinum megin við götuna, þar sem Sparisjóðurinn var áður. Hér eru skrifstofur bankastjóra, innheimta og lögfræðideild,“ sagði konan í búrinu. Og hún var að tala um allt húsið, alla höllina.

Það var sérkennilegt að fara úr höfuðstöðvunum og koma til gjaldkeranna hinum megin götunnar; eins og húsakynnin þar bæðu afsökunar á smæð sinni og lágri lofthæð. Þarna voru samt margir þjónustufulltrúar, tveir gjaldkerar og tuttugu menn og konur að sækja þjónustu. Engin óþægindi af þrengslum.

Það er dýrt að byggja stórt. Það kostar sitt að reka höll. Til þess þarf margs konar þjónustugjöld og breytilegt velsæmi.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,580