Valgerður Bjarnadóttir
Fúll og fúl á móti
Forsætisráðherrann hélt ræðu á fundi í flokknum sínum. Af fréttum má ráða að hann hafi verið glaðbeittur og uppörvandi eins og honum einum er lagið. Allir nema hann draga pólitíska umræðu niður á lágt plan. Skilja mátti að lágkúran hafi náð hámarki þegar fólk tók alvarlega framlag frambjóðanda flokksins hans í borgarstjórnarkosningunum. Hvernig datt fólki […]
Um tíðindi í stjórnmálum
Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannst að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum. Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami […]
Um forgangsröð
Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði í hátíðarræðu sinni 17da júni að framfarirnar sem orðið hafa í landinu á undanförnum áratugum hafi ekki nýst landinu öllu ? Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýðveldistökuna ? Ég held að svarið við […]
Um hvað á samtalið að snúast ?
Framsóknarmaddaman í Reykjavík olli sannarlega miklum titringi með því að koma málefnum innflytjenda á dagskrá með frekar ógeðfelldum hætti í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Svo mjög að nú hefur málsmetandi (eins og stundum er sagt) framsóknarmaður kallað eftir því að borgarfulltrúinn hvatvísi segi af sér, til að hreinsa blettinn sem kominn er á gamla góða flokkinn hans. […]
Skrítið og seinbúið svar
Af alkunnri og margítrekaðri sammvinnufýsi og sáttavilja, svaraði innanríkisráðherra fyrirspurn okkar Marðar Árnasonar um meintan leka á persónuupplýsingum um Tony Omos og fleiri á föstudaginn var. Ég fékk tilkynningu kl 20:50 um að svarinu hefði verið útbýtt og svo var þinginu slitið kl 22:24. – Það gefst því tækifæri til að spyrja ráðherrann nánar um […]
Eldhúsdagsræðan
Forseti, ágætu landsmenn. Fyrsta þingvetri á nýju kjörtímabili er að ljúka. Í kosningunum á síðasta ári hlutu ríkisstjórnarflokkarnir um 51 % atkvæða sem færði þeim mikinn þingstyrk – 38 sæti eða 60 % þingsæta. Það heyrist oft – bæði í þingsal og utan hans – að nú sé ný stjórn við völd og hún ætli […]
Ertu hrægammur?
Það er örugglega mjög erfitt að vera forsætisráðherra eða einhver annar ráðherra þessarar þjóðar. Eiginlega svo erfitt að það er næstum óskiljanlegt að nokkur manneskja með fullu viti sækist eftir því. Sjáið t.d. eins og núna. Það skilur enginn hvað forsætisráðherrann segir. Hann segir að Íslandi gefist mikil tækifæri með hlýnandi loftslagi þegar ísinn í […]
Skjótum sendiboðann
Alþingismönnum virðist ekkert ómögulegt. Í vikunni sem leið þóttist meiri hluti Stjórnskipunar- og eftirlistnefndar sýna fram á að það hefði helst verið ábótavant við stjórn Íbúðalánasjóðs að samskipti við félagsmálaráðherra hefðu verið lítt formleg og að fátt hafi verið um starfs- og verklagsreglur hjá sjóðnum. Ríkisábyrgð er á Íbúðalánasjóði. Ef tap verður á Íbúðalánasjóði er […]