
Björn Valur Gíslason

Djobb fyrir strákana
Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg og gæti ógnað fjárhagslegu sjálfstæði bæjarfélagsins. Þetta á sér langan aðdraganda óstjórnar og óreiðu lengst af undir forystu Árna Sigfússonar og sjálfstæðismanna. Nú er ný bæjarstjórn undir forystu Kjartans Más Kjartanssonar nýs bæjarstjóra tekin við óreiðunni og hefur hafist handa við að glíma við að ná utan um stöðuna. Flokkurinn hefur svo auðvitað […]

Icesave-guðir Illuga
Illugi Gunnarsson ráðherra segist þakka guði fyrir það á degi hverjum að við (Íslendingar) hefðum sloppið við að borga Icesave. Þetta kom fram í einkaviðtali við hann á Bylgjunni á sunnudaginn. Ekki veit ég hvaða guð það er sem Illugi beinir þakklæti sínu til enda skiptir það ekki neinu máli. Fyrsta greiðsla úr þrotabúi gamla Landsbankans til […]

Tvö símtöl – hljóðrituð með leynd
Símtal þáverandi bankastjóra Seðlabankans og þáverandi forsætisráðherra um 80 milljarða króna lán Seðlabankans til Kaupþings í október 2008 hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu. En þetta er ekki eina símtalið sem fyrrverandi seðlabankastjóri hljóðritaði án vitundar hins aðilans. Í viðtali við Viðskiptablaðið segir bankastjórinn fyrrverandi frá því að hann hafi átt símtal við seðlabankastjóra Bretlands þetta […]

Elliði syngur falskt
Elliði Vignisson sendir þingmönnum sjálfstæðisflokksins neyðarkall í dag. Ekki vegna fjárlagafrumvarpsins, niðurskurðarins í heilbrigðis- og menntakerfinu og ekki vegna þess að hætt hefur verið við byggingu á nýjum Herjólfi. Neyðarkallið er send út fyrir hönd útgerðamanna í Vestmannaeyjum og þeim til bjargar. Ástæðan er frétt í dagblaði útgerðarmanna um að afkoma sjávarútvegsins hafi orðið lítið eitt verri á árinu […]

Myrkrakompurnar í Valhöll
Vorið 2009 komst upp um stórfelld styrkjamál stórfyrirtækja til sjálfstæðisflokksins og þingmanna hans. Í stórum dráttum þá snérist málið um tvo stóra styrki til flokksins árið 2006 upp á kr. 55 milljónir á þávirði. Annarsvegar var um að ræða styrk frá Landsbankanum gamla upp á 25 milljónir og hins vegar frá FL Group upp á 30 milljónir. […]

Keppir ekki við fullar framsóknarkonur
Hagstofa Íslands hefur gefið út talnaefni um landsframleiðsluna á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi árs. Þar er margt athyglisvert að finna, m.a. þetta: 1. Landsframleiðsla jókst mun minna á tímabilinu en útgjöld. Það þýðir m.a. að við eyðum meira en við öflum. 2. Verg landsframleiðsla jókst um 2,4% á öðrum fjórðungi ársins, miðað við sama tíma í fyrra, sem […]

Vígvöllurinn
Átökin í sjálfstæðisflokknum í kringum Lekamálið eru að verða með þeim ljótari sem við höfum orðið vitni að í íslenskum stjórnmálum. Látum það vera að ráðherrann hafi reynt að koma sér undan málinu með því að vísa á pólitíska starfsmenn sína. Látum það vera að ráðherrann hafi sakað Rauða krossinn um að leka gögnum. Látum […]

Ofsóknir og galdrabrennur
Við erum flest frekar gleymin. Sum okkar kjósa reyndar að gleyma frekar en muna. Fæstir muna t.d. hvað skattkerfið á Íslandi var ranglátt og lélegt fyrir Hrun. Tökum tvö dæmi: 1. Þegar allt hrundi í hausinn á okkur haustið 2008 var tekjuskattur á fyrirtæki aðeins 10%. Jafnvel eftir að Vinstristjórnin hafði tvöfaldaði skattinn var hann […]

Loddarinn
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, hefur alla tíð hafnað allri gagnrýni RNA á störf hans í embætti. Þó er þar aðeins vitnað til orða hans sjálfs, gerða, ræðuhalda og ferðalaga um heiminn á árunum fyrir Hrun. Upptalning á hreinum og beinum staðreyndum. Nú hefur forsetinn tekið skrefið til fulls og hafnar því að rekja megi ástæður Hrunsins til […]

Konan sem grét
Þegar tillögur um lækkun húsnæðisskulda voru kynntar fyrir þingflokki framsóknarflokksins, brast ein þingkona flokksins í grát. Hún grét af skömm yfir því að hafa logið að kjósendum sínum. Hún grét af skömm yfir því að flokkurinn hennar ætlar hiklaust og án málalenginga að svíkja stærsta kosningaloforð í 100 ára sögu flokksins. Stærsta loforð allra tíma. Loforð […]

Hægri menn og Húsavík
Húsvíkingar og Þingeyingar máttu þola ýmislegt á 18 ára valdatíma hægrimanna. Stöðug fólksfækkun og fækkun atvinnutækifæra á því tímabili kom illa niður á því svæði eins og í svo mörgum öðrum byggðum vítt og breitt um landið. Það ætti því ekki að koma íbúum Norðurþings á óvart að sömu flokkar hafa aftur tekið upp fyrri […]

Frændur og vinir
Lögin sem stuðst er við vegna veiða erlendra skipa úr deilistofnum sem ekki hefur verið samið um eru frá árinu 1998. Það var Þorsteinn Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem lagði frumvarp um málið fram á Alþingi sem var síðan samþykkt án mótatkvæða. Þessu lagaákvæði hefur verið beitt nokkrum sinnum, m.a. vegna veiða skipa á úthafskarfa sem að lokum varð […]