trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 09/09/2014

Loddarinn

olafur-ragnar-landsbankamennÓlafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, hefur alla tíð hafnað allri gagnrýni RNA á störf hans í embætti. Þó er þar aðeins vitnað til orða hans sjálfs, gerða, ræðuhalda og ferðalaga um heiminn á árunum fyrir Hrun. Upptalning á hreinum og beinum staðreyndum.

Nú hefur forsetinn tekið skrefið til fulls og hafnar því að rekja megi ástæður Hrunsins til innlendra aðila, stjórnmála- eða viðskiptamanna – hvað þá forsetaembættisins. Í ræðu sinni við setningu Alþingis fyrr í dag sagði forsetinn: „Þótt fjármálakreppan fyrir fáeinum árum, hrun bankanna, ógnaði um tíma þessum árangri, einkum vegna harkalegra tilrauna annarra til að beygja okkur …“ 

Þar með hefur Ólafur Ragnar Grímsson gefið íslenskum stjórnmálamönnum og viðskiptafélögum þeirra syndakvittun. Þetta var ekki þeim að kenna. Þetta var ekki einu sinni Íslendingum að kenna. Þetta var allt vondum útlendingum að kenna.

Þvílíkur loddari!

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,283