trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 10/06/2014

Arafræði

Eftir Þórarin EldjárnÞórarinn Eldjárn

Hann Ari var fróður, svo feiknlegur sjóður

af fræðum að útyfir tók.

Og biskupum þótti hann svo þarfur og góður

að þeir fóru að rella um bók.

 

Og Ari greip fjöðrina og sendi þeim sýni

og Sæmundi af spaklegri mennt.

Með háværum kröfum um heimildarýni

var handritið endursent:

 

– Stórvirkur ertu að stela og safna

með stálminni og rúmgóðan haus,

en vandinn er mestur að velja og hafna

og vera ekki dómgreindarlaus.

 

En Ari hann var ekki öldungis geldur

og aðferðin þróaðist hratt:

– Það sem sannara reynist það höfum við heldur

ef hvorugt er satt.

 

Þórarinn Eldjárn (Erindi, 1979)

Flokkun : Ljóðið
1,200