trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 03/04/2017

Andlát: Sigurður A. Magnússon

Þetta er þitt lífSigurður A. Magnússon

Þetta er þitt líf
og það sem þú átt afgangs:
fáein litsnauð ár sem hverfast
í hringiðu sjálfvirkra viðbragða
við sömu kvöðum holds og anda
uns óhroði í lungum
kölkun í æðum
eða krabbi í lifur
slökkur neistann.

Breyttu lífi þínu
sagði skáldið
og trúði á mátt orðsins

Og þú stendur á rústum
margendurtekinna ákvarðana
um nýja byrjun
um ófarnar leiðir
úr ógöngum vanans

Hver ný byrjun
fyrirheit um hnoss
sem nauðsyn rúmhelginnar
hrifsaði þér úr greipum
áðuren það skírðist

Hver ófarin leið
villuslóð að sama áfanga:
fleininum í holdinu
sem angraði postulann

Það sem ég vil geri ég ekki

Brotin í rústunum
áminning um ólokin reikningsskil
sem biðu hentugri tíðar

Hún rann ekki upp
afþví lífið býður ekki uppá
hagstæða afborgunarskilmála:
Þú staðgeiðir blekktar vonir
um leið og þeim er framvísað
og sólundar afganginum
í nýja kastala

Tónlist og glaðværð
í næsta húsi
þarsem leitað er hnossins:
þú sérð ástina
tærast í holdi konu
sem stóð með þér á krossgötum
og valdi leið að nýju marki
glampann í augunum daprast
þegar hún gefur sig á vald tónum
dansi og teiti
hrævareldum lífsblómans

Viljinn lamast
þegar þú stendur ófús
gagnvart ávöxtum vonarinnar
og skilur að einmitt hún
ónýtti hvern þinn ásetning
rændi þig kjarki
til að brjóta brýr
og kasta þér útá sextug djúp

Breyttu lífi þínu
sagði skáldið
en það var um seinan
því vonin fór um það eldi
og skildi eftir kulnaða rúst

Breyttu lífi þínu
segi ég
með því að færa það dauðanum
að þekkilegri brennifórn

Sigurður A. Magnússon (1928-2017)

1,642