Án titils
Fyrst sést
á spegilsléttri ánni
síðan dökkgrár skuggi
Loks rís kafbátur
upp úr hylnum
með gljáandi búk
ógnvekjandi í luktu svipmóti
Þeir opna lúguna
afsakandi
og spyrja þig til vegar
Sindri Freysson, Skuggaveiði (Sögur útgáfa, 2018)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020