Án titils (í vinnslu)
Eftir Ólaf Sindra
að nota „eins og“
í ljóði er
eins og að elda fiskibollur í dós
með bleikri sósu
eins og mamma þín gerði
mín hafði karrísósu með þeim
eins og fagmaðurinn sem hún er
Ólafur Sindri (Úr ljóðabókinni „Ljóðadeild Bókabúðar Máls og menningar á þriðjudagskvöldi – og aðrar deildir“ (í vinnslu).)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021