trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 17/04/2014

Allt sem þú vissir ekki um biblíuna – af því að svo fáir hafa lesið hana

Það er ekki öllum hent að lesa sig í gegnum biblíuna, með öllum hennar ævintýrum, hamförum, kraftaverkum og heimsendaspádómum.Biblíusögur

Þá kemur Herðubreið til bjargar – eða öllu heldur Þorgeir Tryggvason, sem hefur um langt skeið lesið, ritrýnt og útskýrt margar sögur í bókinni góðu. Að sínum hætti.

Vissirðu til dæmis að boðskapur Predikarans er kjarninn í lagi hljómsveitarinnar Byrds, Turn! Turn! Turn!? Eða eins og Bubbi Morthens söng síðar: Þið munið öll, þið munið öll deyja?

Vissirðu líka að Xerxes konungur lét tilvonandi brúði sína baðast í smyrslum og olíu í heilt ár af því að hann þoldi ekki appelsínuhúð? Frá því segir í Esterarbók.

Eða að metró-tepran Ónan neitaði að sænga hjá eiginkonu látins bróður síns, en lét frekar þartilgerðan vökva fara til spillis? Guð drap hann fyrir framtaksleysið, og þannig er ónanismi til orðinn. Svo segir í síðustu bók Mósesar.

Herðubreið – eða öllu heldur Þorgeir Tryggvason – mun halda áfram yfir páskahátíðina að fræða okkur um hinn kristna menningararf, sem er svo samofinn þjóðlífinu.

Greinar Þorgeirs eru í efnisflokknum Með annarra orðum.

Gleðilega páska.

Flokkun : Efst á baugi
1,363