Ættlerinn
Lundin var hvikul og hugur á dreif
með harðneskju, bljúgur annað veif.
Augað var kænt og kerskið málið
með kynblendingsróm frá trölli og dvergi.
Hann var í einu kappi og kveif,
kaldur og sljór, en seigur sem stálið.
Úrættur vilji á öldnum mergi,
ósvikið málmkorn í grjótrunnu bergi.
Einar Benediktsson (1864-1940)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020