Aðeins átta milljarðar í peningum frá slitabúum föllnu bankanna. Afgangurinn er eignir sem ríkið þarf að selja
Af 379 milljarða framlagi frá slitabúum föllnu bankanna eru aðeins átta milljarðar í reiðufé. Hitt er margs konar eignir sem ríkið þarf að koma í verð.
Björn Valur Gíslason bendir á þetta í grein í Herðubreið. Hann greinir heildarfjárhæðina í sundur, þar sem stærsta framlagið er Íslandsbanki (metinn á 185 milljarða), þá skuldabréf með veði í Arion banka (84 milljarðar) og ýmsar eignir og kröfur að fjárhæð 83 milljarðar.
Björn Valur segir þetta draumalausn fyrir báða málsaðila:
„Í fyrsta lagi losna kröfuhafar við eignir sem þeim hefur gengið illa að skipta yfir í peninga. Í öðru lagi fá stjórnvöld miklar eignir til ráðstöfunar sem hentar núverandi stjórnarflokkum afar vel. Í þriðja lagi gleðst stórfjölskylda stjórnarflokkanna enda veit hún sem er að framundan er gósentíð fyrir fjölskyldumeðlimi.“
Sjá grein Björns Vals hér.
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021