trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 07/08/2016

Að heimsækja sjálfan sig

Kunningi minn segir að það sé ekki hlægt að vera ferðamaður í borginni. Hann  fór með fjölskylduna í heimsókn í Grasagarðinn í Laugardal og bauð upp á kökur, kaffi og kakó og þurfti að slá lán til þess að borga sig frá veisluborðinu. Sagð‘ann.

BláklukkaÉg fór í ferðalag í góðviðrinu. Að heiman, niður á  Laugaveg og upp hann og inn á Barónsstíg og upp í móti, um Njálsgötu yfir á Frakkastíg, þaðan að Leifi heppna og síðan eins og leið liggur niður Sólavörðustíginn og heim.  Ferðakostnaður var enginn en ánægjan ómæld yfir iðandi mannlífi, þriflegum bakgörðum og uppgerðum húsum í regnbogans litum .

Á þessari stuttu leið er margir matsölustaðir og kaffihús. Minnugur hremminga félaga míns í Grasagarðinum lét ég mér nægja að líta á matseðla og verðskrár. Þar til ég kom efst á Frakkastíginn. Þar er staður sem heitir Rok, ef ég hef tekið rétt eftir. Þar fór ég inn. Rok er í svörtu húsi, hæð og ris, sófar og borð undir súð með svölum fram úr sér, bar, stólar og borð niðri og gryfja. Þar var logn á Skólavörðuholti, sem vel má vera einsdæmi. Og sólskin. Þarna er glaðleg þjónusta og hægt að kaupa smárétti og kökur um miðjan dag á verði sem láglaunamaður ræður við.

Af þessu verð mér ljóst að það er lafhægt að vera ferðamaður í Reykjavík án þess að steypa sér í skuldir. Og það er gaman að heimsækja sjálfan sig. Og gagnlegt. Auk þess sem það gleður lundina.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,581