trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 03/10/2016

Að græða á þeim

Þetta heyrði ég í búðinni fyrir stundu:

„ … þannig að ég ætla að kjós ´ann.“

„Hann! Er hann eitthvað skárri? Var það ekki hann sem sagði að einhversstaðar verði ríka fólkið að geyma peningana sína og var …¨“

„Já, en …Framsókn

„ … var það ekki hann sem flutti Fiskistofu norður í óþökk allra og …“

„Það var nú vegna þrýstings frá Sigmundi Davíð og … „

„Er það traustur maður sem lætur þvinga sig til verka, ha?“

„Það getur nú allir lent í þannig aðstæðum að … já eða … en alla vega, hann ætlar að græða sárin í flokknum og ég ætla … „

„Græða sárin hvað? Hann ætlar ekkert að græða sárin, hann ætlar að græða á sárunum. Og ég heyri ekki betur en að hann sé þegar farinn að gera það. Ég barasta …“

 

Svo heyrði ég ekki meira því að afgreiðslumaðurinn fór að prenta út reikning. Og kannski hefði ég ekki átt að segja frá þessu. Ég ég gat bara ekki stillt mig. Það gerir innrætið; mér þótti útúrsnúningurinn eitthvað svo þjóðlegur. Ég biðst forláts.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,385