trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 07/04/2014

Á varinhellunni

Nú skal ég sýna þér nokkuð

sem nýtt er svo litlum kút.

Við skulum ganga fram göngin

og gægjast um dyrnar út.

 

Þeir geta þröskuldinn sigrað

sem þrauka fast við sinn keip.

En vertu aðgætinn, vinur,

því varinhellan er sleip.

 

Og svo koma þyngri þrautir.

Sko, þetta er nú, kútur minn,

hin viðsjála stóra veröld.

Æ, við skulum koma inn.

 

Kristján frá Djúpalæk (Þreyja má þorrann, 1953)

Flokkun : Ljóðið
1,244