Ritstjóri Herðubreiðar 09/02/2016

Á leiðinni heim

Mundu að grafa í vösunumAuður Lilja Erlingsdóttir-2
eftir lyklum
til að nota sem hnúajárn.

Hafðu hina hendina á símanum.

Gakktu hratt og örugglega heim.
Láttu lítið fyrir þér fara
og umfram allt
ekki mynda augnsamband.

Lokaðu dyrunum
þegar þú kemur loks heim.
Læstu og taktu svo aftur í húninn
til að staðfesta
að skrímslin haldist úti.

Gleymdu
að þér stafar mest hætta
af honum sem er heima.

Auður Lilja Erlingsdóttir

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Ljóðið
0,762