Á hverju er forsætisráðherra undrandi? Kjararáð starfar eftir lögum hans og reglum
Forsætisráðherra segist furða sig á hækkunum hæstu launa sem kjararáð hefur úrskurðað um. Hann er reyndar svo hissa að hann hyggst biðja kjararáð að útskýra fyrir honum hvernig á þessu stendur.
Björn Valur Gíslason vekur athygli á þessum ummælum forsætisráðherra í grein í Herðubreið, og bætir við:
„Það er nefnilega frekar einfalt að útskýra ákvarðanir kjararáðs. Meðalráðherra á að jafnvel að geta fundið út úr því sjálfur í vinnunni sinni hjálparlaust.
Kjararáð starfar samkvæmt lögum um – jú, kjararáð. Úrskurðir kjararáðs eru því ekki hugdettur þeirra sem skipa ráðið, heldur eru þeir byggðir á lögum sem segja til um hvernig ráðið skuli vinna ákvarðanir sínar.“
Björn Valur vitnar í viðeigandi lagagreinar og kemst að þessari niðurstöðu:
„Forsætisráðherra ætti því að leita skýringa í sínu nærumhverfi, jafnvel að taka það upp á næsta ríkisstjórnarfundi í stað þess að láta eins og hann viti ekki hvernig þessi mál eru vaxin.“
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020