Á Hólsfjöllum
Af hestinum
sem leiðist að bera mig
hlusta ég á brestina í fjöllunum.
Kippi í tauminn
við svarta krá
og bind hestinn við myrkrið.
Bragi Ólafsson (Dragsúgur, 1986)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020