trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 27/05/2014

85 manns eiga jafnmikið og helmingur jarðarbúa. Óvenjuleg ráðstefna ríka fólksins í Lundúnum

85 ríkustu einstaklingar heims eiga jafmiklar eignir og hinn fátækari helmingur mannkyns, þrír og hálfur milljarður manna. Þessu fólki mætti koma fyrir í tveggja hæða strætisvagni.Lagarde og Clinton

Þetta var meðal þess sem Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerði að umræðuefni á óvenjulegri ráðstefnu í Lundúnum í dag.

Ráðstefnan kallast „Inclusive Capitalism“ eða „Kapítalismi fyrir alla“ og þangað er boðið öllum helstu fjárfestum og valdamönnum í fjármálalífi heimsins. Viðfangsefni fundarins er að „endurnýja kapítalismann“ og finna leiðir til þess að viðskipta- og fjármálakerfi heimsins gagnist öllum jarðarbúum, en leiði ekki til sívaxandi ójöfnuðar og óréttlætis. Til þess arna voru saman komin um 250 manns sem eiga alls um 30 trilljónir dala ($30.000.000.000.000.000.000).

Meðal ræðumanna í dag, auk Lagarde, voru til dæmis Bill Clinton, Karl Bretaprins og Mark Carney Englandsbankastjóri.

Stofnandi ráðstefnunnar, lafði de Rothschild, sagði tíma til kominn að viðurkenna að mörg mistök hefðu verið gerð og að til væri slæmur kapítalismi og góður kapítalismi. Eitt af einkennum slæms kapítalisma væri skammtímahugsun og sókn í skyndigróða.

„Ef við segjumst aðeins ætla að fjárfesta í fyrirtækjum sem ástunda langtímahugsun gagnvart samfélaginu, viti menn, þá fara fyrirtækin að haga sér þannig.“

Skilaboð Clintons til fundarins má draga saman í setningu í lokaorðum hans: „Gerið eitthvað.“

Flokkun : Efst á baugi
1,378