trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 14/04/2016

Spakmælabók Jónasar: Geðveikir bófar, gripdeildir, rán og lygar. Og þá erum við rétt að byrja

Leiðari – Karl Th. Birgisson skrifar

Jónas Kristjánsson, sem sumir kalla nestor eða læriföður íslenzkrar blaðamennsku, hefur fundið biblíuna sína.Jónas Kristjansson

Hún er samantekin ummæli á facebook, sem við getum lesið hér. Þetta þykja Jónasi hin mikilvægustu sannindi um samfélag og samtíma, sem hægt er að finna.

Ekki er úr vegi að rifja upp spakmæli Jónasar sjálfs. Þau eru fleiri en alnetið geymir, en látum okkur nægja fáein frá allra síðustu dögum. Þau segja ef til vill eitthvað um smekk höfundarins á öðrum merkingarfullum vísdómsorðum. Og þau eru miklu, miklu fleiri.

Um nýskipaðan utanríkisráðherra: „Lilja D. Alfreðsdóttir […] sýnir ekki bara tækifærissinna, heldur líka hæfni í að ljúga erlendis í þágu lands og þjóðar.“

Um íslenzka fjölmiðla: „Fjölmiðlar eru svo þægir, að Bjarni Ben þykist geta hrokast yfir útlenda blaðamenn. Hér er bara spurt á þann veg sem valdamenn vilja.“

Um alvörubófa og banana: „Höfuðbófinn í starfi fjármálaráðherra lítur á sig sem yfirmann forsætisráðherra. Æðsti bananinn bætir svo við alveg óvenjulega loðnu loforði um haustkosningar, sem hann mun svíkja eins og annað.“

Um geðsjúka bófa: „Græðgi pilsfaldabófa að baki pólitískra bófa er ferleg. […] Þetta er stjórnlaus geðsjúkdómur.“

Um Tortólinga: „Tortólingurinn Bjarni Ben er enn fjármálaráðherra með sína gráðugu putta eins lengi og honum er sætt. Lýgur um haustkosningar.“

Um hallarbyltingar og gripdeildir: „Forseti framdi svo hallarbyltingu, frestaði þingi ótímabundið í samráði við forseta þingsins. Bófaflokkar halda áfram ránum.“

Á meðan bófarnir fara sínu fram, í geðsjúkdómum og lygum, gripdeildum og ránum, með einskis verða fjölmiðla, en Jónas á vaktinni, hlýtur íslenzk alþýða að standa á öndinni, bíða hins versta og vanda sig í ígrunduðum ummælum sem aldrei fyrr.

Á facebook sem víðar. Við höfum jú fordæmi nestorsins.

1,817