trusted online casino malaysia
Karl Th. Birgisson 03/04/2014

Vonlaust land

Ég er soldið upp með mér. Sjálfur forsætisráðherrann gerði mig að umræðuefni á voða fínum fundi í dag.

Ókei, ekki mig persónulega kannske, en hann talaði um hóp fólks sem finnst Ísland vonlaust. Ég reistist allur í sætinu þegar kom að þeim kafla í ræðunni.

Mér finnst Ísland nefnilega vonlaust.

Það er algerlega vonlaust land þar sem ráðamenn neita áratugum saman að búa fólki og fyrirtækjum eðlilegt umhverfi til rekstrar og lífsafkomu. Þar sem þeir þumbast með spes gjaldmiðil sem býr til spes háa vexti, spes sveiflur og sífelldar spes skítareddingar til að bjarga okkur frá næsta spes efnahagsslysi.

Það er algerlega vonlaust land þar sem nýjasta reddingin er heimsmet í millifærslum úr ríkissjóði til fólks sem þarf ekki á þeim að halda.

Það er vonlaust land þar sem ráðamenn lækka skatta á þau fyrirtæki sem græða mest, en hækka um leið komugjöld sjúlkinga.

Það er vonlaust land þar sem forsætisráðherrann telur alla, sem eru ósammála honum, annaðhvort heimska eða þjóðníðinga, eða bæði.

Það er vonlaust land þar sem forsætisráðherrann segir frá því stoltur að hann sé löngu byrjaður „að kortleggja“ hvernig landið getur grætt á hörmungum, hungri og dauða milljarða jarðarbúa.

Það er reyndar meira en vonlaust.

Það er eila bara alveg glatað.

3,587