Vín í matvöruverslanir? Auðvitað
Ég hef enn engin rök séð fyrir því að vín sé aðeins selt í sérstökum verslunum sem einungis eru opnar á takmörkuðum tíma og alls ekki þegar kannski helst væri þörf á.
Það er skondið að sjá sömu lífsseigu rökleysurnar og haldið var á lofti fyrir bjórbanninu á sínum tíma .
Rökleysurnar eru kannski eitthvað á þessum nótum:
– núverandi fyrirkomulag er alveg nógu gott fyrir „mig“ – það má vera en það réttlætir ekki óþarfa og fráleitar takmarkanir á því hvað „ég“ eða aðrir mega gera
– vín er ávanabindandi – það getur verið það, er það sjaldnast og það sama gildir um tóbak sem þó er selt (nánast) hvar sem er
– það þarf að takmarka aðgengi að áfengi – núverandi takmarkanir ná ekki að hindra neinn sem er í vandræðum með neyslu, þetta fyrirkomulag nær eingöngu að trufla og tefja fyrir þeim sem nota áfengi í hófi
– það er heilbrigðismál að stýra neyslu – vín er þá frekar aftarlega á listanum yfir atriði sem á að takmarka, rauðvín í hófi þykir til að mynda bráðhollt
- Vín í matvöruverslanir? Auðvitað - 12/07/2014
- Er þetta ekki mótsögn hjá forsætisráðherra? - 28/06/2014
- Heimskun stjórnmálanna, verri en fordómarnir? - 10/06/2014