Vestrið allt í leiftri
Eftir Jakobínu Johnson
Vestrið allt í leiftri – og loga – og glóð.
Léttur bjarmi á haffleti, – sólsetursljóð.
Með fagra mynd í huga ég friðar öllu bið,
fel mig síðan draumi þar sem austrið blasir við,
– því til morgunroðans vil ég vakna.
Jakobína Johnson (1883-1977)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021