trusted online casino malaysia
Björgvin Valur 16/10/2014

Uppteknir

lehallg(Upptaka hefst)

– Sæll Geir, Davíð hérna.

– Já, sæll Davíð.  Geir hérna.

– Ég veit það maður.  Annars hefði ég ekki sagt sæll Geir.

– Auðvitað, alveg rétt.  Eitthvað að frétta?

– Heyrðu.  Það er allt að fara til andskotans.

– Nú?  Er það?  Hvernig þá?

– Hagkerfið maður.  Glitnir, þú manst, og núna er Kaupþing að rúlla.

– Æ já. Glitnir.  Baugsbankinn.

– Já, Baugsbankinn.  En heyrðu, ég á við þig ákveðið erindi í þessu sambandi.

– Þú hefur hringt í sætasta gæjann á ballinu; traust efnahagsstjórn eru einkunnarorð mín.

– Ég læt sem ég hafi ekki heyrt þetta Geir.  En þú þarft að samþykkja svolítið sem ég hef verið að bralla.

– Já já, ekkert mál.  Er það ljóðabók?

– Þegiðu Geir.  Alla vega þangað til ég leyfi þér að tala.

– Sorrí.

– Sko.  Þetta er þjóðhagslega lífsnauðsynleg aðgerð sem ég verð að ráðast í.

– Já!  Rússalánið!

– HALTU KJAFTI GEIR!

– sorrí

– Leyfðu mér að klára.  Ég er búinn að lána Kaupþingi alla peningana okkar og þú verður að samþykkja lánið.

– Uuuuuuu…

– Bara eins og alltaf Geir.  Eins og alltaf.

– Uuuuuuu…

– Ég sendi mann með það til þín og þú skrifar undir.  Ég merkti línurnar þínar með x-i.

– Uuuuuuu…

– Hann er lagður af stað.  Ókey?

– Uuuuuuu…

– Ekkert andskotans uuuuuuu; þú tekur á móti manninum og skrifar undir.  Skilið?

– Uuuuuuu…já…já,já.

– Gott.  Ég vissi að þú myndir gera þetta fyrir mig.

– En Davíð, er þetta ekki einum of?  Alla peningana okkar?

– Ekki núna, ekki byrja á þessu aftur.  Kræst.

– Sorrí Davíð.  Sorrí.

– Þetta er betra.  En segðu þetta einu sinni aftur, mér finnst svo gaman að heyra þetta.

– Sorrí Davíð.  Sorrí.

– Ahhhhh…Þú segir þetta af miklu meiri innlifun en hinir strákarnir.  Elska þig mest.

– Takk Davíð.  Takk.  Guð blessi þig Davíð.

– Takk.  Bless.

– Vertu sæll Davíð.

(upptaka endar)

Latest posts by Björgvin Valur (see all)
Flokkun : Pistlar
1,571