trusted online casino malaysia
Jón Daníelsson 09/09/2014

Þetta svínvirkar alltaf

fjarlagafrumvarp2015Lægra þrep virðisaukaskattsins verður hækkað í 11% og það efra lækkað í 24,5%, sem sagt fært í fyrra horf. Þetta eru ekki tölur úr fjárlagafrumvarpinu, heldur þær tölur sem verða samþykktar á endanum.

Og auðvitað má spyrja hvernig ég viti þetta.

Að sjálfsögðu veit ég ekki neitt, sem ekki er á almannavitorði. Þessa tilgátu ber að flokka undir samsæriskenningar. Og samsæriskenningar reynast yfirleitt rangar. En ekki alveg allar.

Þetta trix jöfum við margoft séð áður. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 12% og 24% virðisaukaskatti. Ekki 11% og 24,5%. Áður hefur borist út að lægra þrepið færi í 11% og margtuggið í fjölmiðlum. Sömuleiðis að efra þrepið verði lækkað.

Hvort tveggja stemmir vel við stefnu ríkisstjórnarinnar.

En ég get ekki hætt að dást að myndrænni fegurð þessarar einföldu spunafléttu: Maður gerir greinarmun á markmiðum og kröfugerð. Reiknar út fyrirfram hve mikinn afslátt andstæðingurinn þurfi, til að telja sig mega vel við una.

Í þessu tilviki er vígvöllurinn líka afar vel valinn. Önnur atriði í fjárlagafrumvarpinu komast sennilega ekki að nema í aukasetningum. Í sjónvarpsfréttum verður hnakkrifist um virðisaukaskattinn. Ræður stjórnarandstöðuþingmanna um önnur atriði verða að víkja. Orðahnippingar um VSK verða „mest spennandi“.

Þetta endurtekur sig ár eftir ár – í ýmsum myndum. Og svínvirkar alltaf.

Nú er bara eftir að sjá hvort ég geti í desemberlok skrifað pistil undir fyrirsögninni „I told you so.“ – eða hvort ég neyðist til að sleppa því.

PS: Eftirprentun er heimil öllum nema þingmönnum. Skyldi einhver þingmaður utan stjórnarliðsins vera nógu vitlaus til að fara með þessa samsæriskenningu mína í ræðustól Alþingis, er sá hinn sami um leið búinn að hækka matarskattinn um heilt prósentustig. Og það er ekki gott.

PPS: Þetta gildir líka um Pírata.

Flokkun : Pistlar
1,328