trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 08/10/2015

Spilling sem verður að stöðva

Arion banki, sem er í 13% eigu ríkisins, seldi fyrir einungis nokkrum vikum handvöldum aðilum hluti í Símanum hf í tveimur 5% skömmtum.Arion banki

Fyrri hópurinn sem fékk að kaupa á genginu 2,5 kr á hlut innihélt Orra Hauksson forstjóra Símans og nokkra aðra íslenska og erlenda fjárfesta sem flestir tengjast Símanum ekkert. Seinni hópurinn samanstóð af svokölluðum „einkabankakúnnum“ Arion banka sem fékk að kaupa á genginu 2,8 kr á hlut.

Einkabankakúnnar eru ríkustu viðskiptavinirnir í eignastýringu Arion banka. Spyrja má hverjir vildarvinir Arion banka eru í þessu samhengi. Eru ráðherrar og eða þingmenn stjórnarflokkanna í þeim hópi?

Allir þessir aðilar keyptu hluti í fyrirtækinu á verði sem er talsvert undir því sem almenningi og öðrum stendur til boða að kaupa núna. Einstaklingar fá að kaupa á genginu 3,1 kr á hlut en fagfjárfestar á genginu 3,4 kr á hlut.

Á einungis nokkrum vikum sem liðinn er frá því Arion banki seldi forstjóra Símans og öðrum fjárfestum hlut í fyrirtækinu hefur verðgildi þess hlutar aukist um 21-36% miðað við útboðsgengið 3,4 kr á hlut sem kynnt var í dag. Með öðrum orðum; velgerðargjörningur Arion banka hefur skilað forstjóra Símans gríðargóðri ávöxtun á einungis einum mánuði. Aðrir stjórnendur Símans og hinir handvöldu kúnnar og fjárfestar Arion banka hafa einnig grætt mikið á sínum bissness við bankann.

Þetta heitir spilling.

Hana verður að stöðva.

Þó hlutur ríkisins í Arion banka sé ekki mjög stór, þá ber handhafa þess hlutar (fjármálaráðherra) að svara fyrir sinn þátt í þessum vafningi. Þingmenn í stjórn jafnt sem stjórnarandstöðu hljóta að láta sig þetta mál varða og krefja ráðherrann um viðbrögð.

Annað væri hneyskli.

Björn Valur Gíslason
Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,327