trusted online casino malaysia
Karl Th. Birgisson 03/09/2014

Sorrí Óli

Hann stóð þarna í rigningunni, tveir metrar upp í loftið. Ekki alveg nógu vel búinn, sýndist mér.Óli Stef.

Ekkert var hárið til að hlífa höfðinu gegn vætunni. Svo var hann í strigaskóm og hlaut að verða blautur í fæturna fljótlega. Svo grönnum manni hlyti líka að verða kalt.

Við vorum báðir að bíða eftir skólarútunni sem í voru dætur okkar. Ég naut hlýjunnar í bílnum og hlustaði á BBC. Hann stóð úti með hendur í vösum og virtist vera í þungum þönkum. En líka blautur.

„Ég má ekki láta manninn forkelast. Ekki hann af öllum mönnum.“

Opnaði dyrnar farþegamegin: „Viltu ekki frekar bíða í bílnum?“ Hann þáði boðið með fallegri kveðju og settist inn.

Já, eða sumsé: Ég færði farþegasætið eins aftarlega og kostur var og honum tókst einhvern veginn að skáskjóta metrunum tveimur inn í bílinn og setjast í framsætið á tveggja dyra Yaris. Það hjálpaði að hann er enn kattliðugur.

Spjall okkar var ánægjulegt en stutt, því að brátt kom skólarútan. Við kvöddumst með góðum þökkum, en á heimleiðinni skaut upp í huga mér mynd sem situr þar enn pikkföst:

Mesta handboltahetja landsins í fósturstellingu í pínulitlum Yaris. Ef ekki væri fyrir glettnislegan svipinn væri þetta algerlega óbærileg svipmynd. Og sjálfsásökunin botnlaus.

Sorrí Óli. Já – og takk Óli.

1,452