trusted online casino malaysia
Guðmundur Gunnarsson 01/10/2015

Röng forgangsröð – uppfært

Það er harla einkennilegt að ríkistjórnin telji það forsendu fyrir áframhaldandi hagvexti á Íslandi að stofna til nýrrar stóriðju og fleiri virkjanir reistar. Núverandi ríkisstjórn áætlar að veita tugum milljarða úr ríkissjóð til þess að styrkja uppbyggingu stóriðju. Þegar kemur hins vegar að ferðþjónustu er allt skorðið við nögl þrátt fyrir að fegurstu náttúruperlur landsins liggi undir skemmdum sakir þess að ekki er hugað að innviðum og þjónustu við ferðamenn. Sama má segja um uppbygginu sprotafyrirtækja, þar vísar ráðherrar málinu til lífeyrissjóða.landmlaugar miðnætti í lauginni

 

Undanfarin áratug hefur hver skýrslan á fætur annarri komið fram þar sem bent er á að jarðarbúar nálgast hratt sársaukamörkin í loftslagsmálum. Síðustu ár hafa um 20-30% tegunda í lífríkinu horfið og við blasir að ef við höldum áfram á þessari braut munu stór svæði á jörðinni verða óbyggileg á seinni hluta þessarar aldar

 

Því er haldið fram að ef ekkert verði að gert gæti svo farið að þau börn sem fæðast á þessari öld eigi eftir að upplifa einhverjar stórkostlegustu breytingar í lífríkinu sem sést hafa síðustu 10 þús. ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur t.d. bent á að ef ekkert verði að gert í loftslagsmálum muni öll þróunaraðstoð sem veitt hafi verið síðustu 40 ár vera sópað út af borðinu.

 

Ábyrgð Íslands

Í samræmi við þá umræðu boðaði forsætisráðherra Íslands nýverið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að Ísland ætlaði að draga 40% úr losun koltvísýrings hér á landi fyrir 2030 miðað við 1990. Ummælum forsætisráðherra var fagnað hér á landi og honum hælt fyrir að setja fram skýr mörk. En þá steig aðstoðarmaður hans fram og sagði að Sigmundur Davíð hefði verið að vísa til þátttöku í sameiginlegu markmið ESB um 40% samdrátt á sama tímabili. Þáttur Íslands í þessara áætlun ESB væri samningsatriði. Ísland ætlaði sér að sækjast eftir „fair share“. Þetta þýðir að Ísland hafi í raun ekki kynnt nein markmið og engin innistæða fyrir yfirlýsingu SDG.

 

Til samanburðar má nefna að Noregur tekur líka þátt í stefnu ESB en lýsir því yfir um leið að óháð niðurstöðunni í París muni Noregur draga úr losun um 40% á tímabilinu. Noregur er líka land með hátt hlutfall vatnsorku í sínu orkuframleiðslu og því ekki eins mörg tækifæri til að draga úr losun með nýbyggingu orkuvera sem framleiða endurnýjanlega orku eins og í Þýskalandi eða Austurríki.

 

Þvert ofan í yfirlýsingar forsætisráðherra erlendis þá er ríkisstjórnin er þessa dagana að undirbúa byggingu virkjana svo mögulegt verði að reisa þrjú kísilver hér á landi. Þau koma til með blása út vel yfir 1 milljón tonnum af koltvísýring á hverju ári. Það samsvarar hins vegar um 20% aukningu á núverandi útblæstri koltvísýrings hér á landi. Í því sambandi er einnig ástæða að minna á orð hans á flokksþingi Framsóknarmanna um að hlýnun jarðar boði spennandi tækifæri fyrir Ísland. Þar á hann greinilega við næsta kjörtímabil.

 

Á því skuldbindingartímabili sem hófst 2013 er Ísland með ESB enda 40% losunar hér frá stóriðjuverum sem falla undir viðskiptakerfi ESB, ETS. Því erfitt fyrir Ísland annað en að vera hluti af ESB í stað þess að tvískipta, 40% ETS/ESB og 60% í samningum á vettvangi rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Nú bætist Noregur við en Noregur er þegar hluti af orkustefnu ESB (þjóðir eru miklu tengdari en sumar vilja viðurkenna)

 

Ábyrg auðlindastefna

Óhætt er að fullyrða að virði hálendis Íslands er mikið og það er sjálfsögð krafa landsmanna að framtíðarnýtingu hálendisins verði rædd. Ábyrg auðlindastefna verður að mótast með tilliti til langtímahagsmuna. Byggja á sjálfbærni og fyrirsjáanleika í nýtingu náttúruauðlinda. Meiri hagsmunum má ekki fórna fyrir minni.

 

Óskertur aðgangur að auðlindum í sameign skapar hvata til ofnýtingar og sóunar. Í því sambandi má vísa til óhjákvæmilegra aðgerða í sambandi við fiskveiðar hér við land árið 1970. Þá var stunduð ofveiði sem leiddi til ósjálfbærni í fiskistofnum og þeir hrundu. Rétt er að halda því til haga að þetta hefur orðið til þess að nýting fiskafurða hefur stórbatnað og verðmæti þorsks hefur t.d. fjórfaldast.

 

Í dag ríkir nefnilega nákvæmlega samskonar ástand í nýtingu náttúrunnar og orkuauðlinda og var í fiskauðlindunum árið 1970. Við komumst einfaldlega ekki hjá því að taka upp betri auðlindanýtingu ferðaþjónustu og orkuframleiðenda. Það verður að skapa heilbrigða hvata við nýtingu á náttúruauðlindunum.

 

Tekjur Íslendinga vegna fjölgunar ferðamanna hafa aukist gríðarlega. Á næsta ári er áætlað að gjaldeyristekjur vegna hennar verði vel yfir 400 milljarða króna á ári. Til samanburðar þá eru gjaldeyristekjurnar af sjávarútveginum rúmir 240 milljarðar og heildartekjur allrar stóriðju í landinu er um 230 milljarðar. Ferðaþjónustan er orðin miklu stærri hér á landi en öll álver, kísilver og járnblendi samanlögð. Þetta kallar á breytta forgangsröðun við í stjórn ríkisfjármála.

 

Óábyrg skammtímastefna

Íslensk stjórnmál hafa hins vegar mótast af skammtímastefnu sem gengur út á það eitt að keyra upp hagvöxt og hagnað fárra auðlindafyrirtækja, sem nýta sér þá að stöðu að gera upp í evru eða dollurum og senda hingað heim einungis það sem nauðsynlegt er til þess að greiða laun og innlendan kostnað. Arðurinn skilar sér ekki til íslensks samfélags.

 

Íslensk alþýða hefur barist gegn þessu með því að móta nýja stjórnarskrá og samþykkja hana í þjóðarafgreiðslu. 80% kjósenda hafa lýst yfir vilja til þess að tengjast betur nágrannaríkjum okkar og fá stöðugan gjaldmiðil og vildi fá þjóðaratkvæðagreiðslu þar um. Gegn þessu berjast ríkjandi stjórnmálamenn með öflugum stuðningi útgerðar og stóriðju. Vilji almennings er í engu virtur.

 

Krónan hefur endurtekið verið nýtt af stjórnmálamönnum til þess að leiðrétta eigin hagstjórnarmistök sem valda síðan óstöðugleika og auka með okurvöxtum. Þetta ástand mun ríkja áfram og valda ófyrirséðum sveiflum í hagkerfinu og hefur þannig áhrif á gildismat og fjármálalega hegðun landsmanna. Krónan hentar vel skammtímahugsun stjórnmálamanna og helsta þess að fólk og fyrirtæki flytja frá Íslandi.

 

Ætíð gengið til kosninga á grundvelli skammtímatalna og kosningaloforðum sem fyrirfram er ákveðið að standa ekki við. Í kosningabaráttunni er haldið að kjósendum uppsveiflu reistri á skyndilausnum með fleiri virkjunum og stóriðju. Hátækni og sprotafyrirtækin flýja hins vegar landið og menntað fólk á eftir.

 

Flokkun : Efst á baugi
1,238