Óbyggðin tekur við
Daglangt átti ég fullt í fangi
að forðast árekstra og framrúðubrot.
Hvörfin í veginum nálguðust ófærð.
Þegar bifreiðin festist úti í á
óku margir framhjá.
Loks þraut alla vegi
og óbyggðin tók við.
Mín var beðið þar.
Þóra Jónsdóttir (1925)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021