Jólasveinninn áður en honum var nappað
Jólasveinar þekkjast í fjölmörgum löndum og ýmsum myndum. Fyrirmynd margra þeirra var heilagur Nikulás sem var biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld og verndari kaupmanna, sæfarenda, menntasetra og barna.
Meðfylgjandi mynd er tekin árið 1895, áratugum áður en Coca Cola fór að nota Sveinka í auglýsingar sínar á 4. áratug síðustu aldar og festi enn frekar í sessi það útlit sem nú er kunnuglegast jafnt á íslenskum jólasveinum sem erlendum. Á þessari mynd má sjá að útlit hans og ímynd í lok 19. aldar er þó farið að sveigjast ansi mikið í átt að því sem við þekkjum þótt hann sé í mokkakápu og með prjónaða húfu.
Hann er allavega sætur.
Mynd: Library of Congress.
- 4. apríl 2016 - 05/04/2016
- Sólin rís á ný - 22/12/2015
- Viðmælendur Bylgjunnar - 25/11/2015