trusted online casino malaysia
Myndaalbúm Margrétar 22/05/2014

Innflytjendur

c206r

 

Eitt af því sem mér þykir allra ömurlegast að heyra, sjá og lesa er þegar talað er niður til innflytjenda. Við lifum sem betur fer í heimi þar sem landamærin hafa sífellt minna vægi. Á hverjum degi erum við flest í samskiptum við fólk í öðrum löndum, lesum fréttir frá gjörvallri heimsbyggðinni, nýtum okkur hluti sem fundnir voru upp og búnir til úti í hinum stóra heimi og njótum þess að lesa bækur, horfa á kvikmyndir eða hlusta á tónlist frá öðrum löndum.

Þrátt fyrir allt; kreppu, vitlausa stjórnmálamenn og válynd veður svo eitthvað sé nefnt, erum við heppin að fá að búa á Íslandi í upphafi 21. aldarinnar. Hér er t.d. ekki stríð og þótt efnahagsástandið mætti vera betra er algild fátækt sem betur fer fáséð.

Myndin hér að ofan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hana er að finna í Library of Congress í Bandaríkjunum og er ríflega hundrað ára gömul. Hún sýnir konur, sennilega fyrstu eða annarrar kynslóðar innflytjendur frá Íslandi í Íslendingabyggðum North-Dakota.

Kannski fluttu þessar konur eða foreldrar þeirra frá Íslandi í leit að betra lífi eða til að flýja fátækt og hungur.  Í farteskinu höfðu þær íslenska siði, kunnáttu og venjur sem með tímanum blönduðust þeirri menningu sem fyrir var í landinu. Rokkurinn er til að mynda íslenskur og kambarnir sömuleiðis.

Flestum virðist þykja vænt um Vestur-Íslendinga og skilja hvers vegna þeir fóru. Látum okkur líka þykja vænt um innflytjendur á Íslandi, fólk sem vill taka þátt á samfélaginu okkar og auðga það með margvíslegum hætti.

Lifi fjölbreytileikinn!

Latest posts by Myndaalbúm Margrétar (see all)
1,895