Í Hljómskálagarðinum 17. júní
Í sólskini dagsins er gengið um garðinn
sem grær svo illa
að afreksmenn vorir
orðnir að steini
eru ekki vallgrónir enn.
Fótstalli geng ég framhjá og les:
Bertel Thorvaldsen
mestur listasmiður Norðurlanda
að faðerni kominn
af gömlum íslenskum ættum.
Svo ört bar mig hjá
að ekki varð lesið
hvað aftan á steininum var.
Mundi eitthvað um móðurættina
meitlað þar?
Halldóra B. Björnsson (1907-1968)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021