trusted online casino malaysia
Guðmundur Gunnarsson 09/11/2015

Hundadagar

Það tekur nokkrar blaðsíður að venjast, já eða jafnvel sætta sig við það frásagnarform sem Einar Már beitir í Hundadögum. Það leikandi léttur blær og leiftrandi hugmyndaríki sem ræður hér ríkjum. Það er eins og Einar Már sitji við rúmstokkinn og sé að segja manni sögur og frásagnargleðin ræður þar ríkjum. Hundadagar-175x268

 

Einar Már tengir saman í bókinni allskonar persónur og flakkar fram og tilbaka í tíma.  Þú getur hæglega lagt frá þér bókina og lesið aftur kaflann þú sem þú last í gærkvöldi og munt finna eitthvað allt annað sem vekur áhuga þinn. Flakkað er á milli þjóðsagna og hins ofvirka Jörgens eða Jörundar. Eldgosa og Jóns Steingrímssonar eldklerks yfir í byltingu í Frakklandi. Eða þá fræðimanninn Finn Magnússon í Kaupamannahöfn, stríð Dana við Englendinga og þess á milli ertu allt í einu staddur í miðju Hruninu á Austurvelli.

 

Jörundur fór kornungur um Kyrrahafið. Dvaldi hjá fallegum konum á Tahiti og siglt Horn sem allir sjómenn óttuðust. Fór til Íslands og varð þar kóngur. Stundaði síðan njósnir fyrir Breta í Evrópu og endaði ævina suður í Tasmaníu sem fangi. Hér streyma fram persónurnar sem hver á fætur annarri og eru aðalatriði alla vega einn kafla jafnvel tvo. Gæti þess vegna hver fyrir sig vel staðið undir einni bók eins og sumir gagnrýnenduyr hafa bent á.

 

Endurtekið velti ég fyrir mér við lesturinn álagningu á vörum í verslunum í dag, sem við sjáum ofsjónum yfir. Þrátt fyrir hagkvæmni þúsund gáma skipa með 10 manna áhöfn sem siglir hingað á nokkrum dögum. En drottinn minn dýri, hún hlýtur að hafa verið ofboðslega álagningin á vörunum sem voru fluttar hingað tímum Jörundar. Á litlum skipum í ferðum sem tóku jafnvel heilt ár með fjölmennum áhöfnum. Svo maður tali nú ekki um þær vörur sem íslenskir bændur greiddu með og virðast hafa verið seldae á hundrað földu verði þegar hún var komin til meginlandsins. Allt þetta stóð undir ferðum verslunarskipa og menn urðu stórríkir í London eða Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir að geta ekki beitt fyrir sig kennitöluflakki.

 

Hundadagar Einars Más eru leiftrandi skemmtileg lesning. Ég er þess fullviss að maður eigi eftir að grípa þessa bók fram út hillunni nokkrum sinnum ef maður er einn heima og leiðist sjónvarpið. Bara svo til þess að hitta nokkra skemmtilega náunga. Heyra um stórhug og svo á næstu síðu vandræði. Menn sem eru sterkefnaðir í dag og staurblankir á morgun í öllum sínum breyskleika og blindaðir af ástríðu.

 

Einar Már miðlar þessu efni af mikilli frásagnagleði og gáska. Eins og reyndar skín úr augum hans þegar hann er í heita pottinum hér með okkur í Grafarvogslauginni og fer yfir stöðuna í leikhúsinu við Austurvöll.

Flokkun : Efst á baugi
1,414