Höfundur Njálu
Það var í árdaga
Það var gaman í árdaga
Verðandi höfundur Njálu
kom gangandi niður túnið
Það var ekki búið að skíra fjallið
Kýrnar jórtruðu og biðu
þolinmóðar eftir Scheving
Kálfarnir léku sér
Höfundur Njálu staldrar við
rennir augum upp fjallið
og skírir fjallið
Hvessir síðan augun
hvessir augun
á kálfana
Sigurður Pálsson (Ljóð námu menn, 1988)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021