Hægri bakvörður
Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
Hann var afskaplega kurteis og það sást í öllum hreyfingum hans, alltaf einsog hann væri að þakka fyrir sig eða segja gjörðu svo vel, líka þegar hann tæklaði, eða fór fram og sendi fyrir, allt gert af einskærri kurteisi, já hann var hreint einsog ljós, einsog skært logandi ljós sem logaði og brann af einskærri kurteisi við lífið, logaði og brann því það veit það hver heilvita maður að í leiknum er hver einasta fruma líkamans virk, svo auðvitað kviknar á manninum og hann brennur í eldi sem aldrei slokknar, gjörðu svo vel og þakka þér fyrir.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir (Fótboltasögur, 2001)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021