trusted online casino malaysia
Karl Th. Birgisson 15/06/2014

Guli skugginn

Æ, og sorrí – ég ætlaði ekkert að nefna Framsóknarflokkinn aftur. Það er jú sumar og sól.Guli skugginn

En fyrst enginn annar gerir það – nema í stöku facebook-færslum, sem teljast víst ekki með – þá krefur ill nauðsyn að vitnað sé í hann Guðna okkar.

Já, einmitt hann Guðna sjálfan, sem er svo skemmtilegur að hann hlýtur að vera skaðlaus.

Hann skrifaði langa grein í blaðið hans Davíðs um fórnarlambið Framsóknarflokkinn, sem er kynþáttahyggjulaus, eins og við vitum.

Ég vitna ekki í mest af henni – það er jú sumar og sól – bara þetta hér:

„Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka.“

Í alvörunni, Guðni? Gula?

Gult fólk?

Ertu með í sama samfélagi og við hin?

———-

Ég ætla núna – þótt það sé sumar og sól í hjarta – að finna bækurnar mínar um Bob Moran og Gula skuggann og leggjast upp í rúm þangað til eftir að forsætisráðherra hefur flutt ræðuna sína á 17. júní.

Það er ígildi pólitískrar fósturstellingar.

1,676