Guðmundur
Guðmundur (sérnafn) = nafnið skýrir sig eiginlega sjálft, en veldur stundum misskilningi.
Það er samsett úr tveimur liðum, guð- og -mundur í merkingunni ´gjöf, vernd´. Merkir sem sagt guðsgjöf eða vernd guðs.
Stundum er sú skoðun á kreiki að -mundur sé skylt mund í merkingunni ´hönd´ og nafnið merki hönd guðs. Það er ekki rétt. Þá héti fótboltamaðurinn frægi Diego Guðmundur Maradona.
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021