trusted online casino malaysia
Hallgrímur Helgason 05/06/2014

Grafir og stólar

136310-a-norwegian-flag-sticks-out-of-a-bunch-of-red-roses-on-the-market-squa

 

Þremur árum eftir Breivik

aðeins þremur árum eftir að Breivik

felldi 77 norsk ungmenni

í baráttu sinni gegn “fjölmenningarsamfélagi,

Evrarabíu og trójuhestum múslima”

vekur íslenskur stjórnmálaflokkur

upp andúð á Íslam

í von um atkvæði

í von um stól eða tvo

í borgarstjórn Reykjavíkur

 

Í kjölfarið “brýst út umræða”

með viðeigandi morðhótunum

og kommentagargi í kjöllurum netsins

alhæfingum og einföldunum

 

Allt með blessun forsætisráðherra

með blessun ríkisstjórnar Íslands

með blessun Íslands

 

Frammi fyrir 77 gröfum og 2 stólum

stöndum við

skítug af skömm

 

Stöndum við öll

skítug af skömm

 

Flokkun : Menning, Pistlar
1,677