trusted online casino malaysia
Myndaalbúm Margrétar 29/05/2014

Gasklefinn í Dachau

gas

 

Um daginn átti ég þess kost að heimsækja og skoða fangabúðir nasista í Dachau í Þýskalandi. Búðirnar þar eru þær elstu og upprunalegustu, voru reknar í tólf ár samtals og voru fyrirmyndir tuga annarra víðsvegar á yfirráðasvæði nasistanna. Þar er nú minningarreitur og safn um þá skelfilegu atburði sem þarna áttu sér stað, sem og forsögu þeirra, samhengi og afleiðingar.

Það var áhrifamikið að ganga um svæðið og skoða þær minjar sem þarna er að finna. Safnið er bæði efnismikið og fróðlegt og endalaust virðist hægt að bæta við þekkingu manns á hörmungunum. Á svæðinu eru bæði upprunaleg hús sem og endurgerð og í einu þeirra upprunalegu má sjá gasklefa búðanna sem rúmaði 120 manns. Hann var ekki eins mikið notaður og sá í Auschwitz, ekki nýttur til samskonar fjöldamorða en vitnisburðir eru þó um að þar hafi bæði einstaklingar og smærri hópar verið myrtir. Fólki var sagt að nú stæði ekki annað til en sá hversdagslegi atburður að baða sig.

Það er merkilegt að það er eiginlega sama þótt maður lesi fleiri fræðirit, skoði fleiri söfn, hlýði á eða lesi fleiri vitnisburði, fræðist meira og meira um nasismann, fasismann, kommúnismann og þau voðaverk sem framin voru í valdatíð ýmissa einræðisherra 20. aldarinnar. Þrátt fyrir nýja vitneskju, enn fleiri smáatriði, nöfn og andlit ógnvalda sem fórnarlamba á ég sennilega aldrei eftir að skilja hvernig fólk af holdi og blóði gat komið fram við aðrar manneskjur með þessum hætti og sýnt viðlíka grimmd.

Öfgafull þjóðernishyggja er víti sem ber að varast.

Latest posts by Myndaalbúm Margrétar (see all)
1,456