trusted online casino malaysia
Gestastofa 26/04/2014

Falsarar

Eftir Úlfar Þormóðsson

Útgerðarmenn sem reka fiskvinnslu eru svindlarar. Þeir eru líka falsarar. Og þjófar. Vinnubrögð þeirra skekkja alla útreikninga á þjóðhagslegum stærðum. Þessi fullyrðing er byggð á samtölum við nokkra aðila sem þekkja vel til.

Svindlið fer þannig fram að afli upp úr bát er veginn á hafnarvoginni, sem er hin opinbera vigt. Síðan er honum ekið í verkunarhús. Þar er hann vigtaður aftur. Þar hefst svindlið. Tonnið af hafnarvigtinni er orðið að 750-900 kílóum eftir því hversu stórtækir rustarnir eru.

Af innvigtuðu kílóunum 750 eða hver sem þau eru, sýnir vinnslan gríðarlega góða nýtingu á aflanum, því nýtingarprósenta hússins er reiknuð út frá tonninu af hafnarvoginni. Þetta er fölsun.

Sjómennirnir fá uppgert samkvæmt innvigtuninni því í vinnureglum er kveðið svo á að ef ágreiningur kemur upp um vigtun skuli innvigtun vinnslunnar standa. Þetta er þjófnaður.

Það er hægt að uppræta þetta með því að skilja að veiðar og vinnslu og setja allan fisk á markað. Fyrir því er hvorki vilji hjá meirihluta þings né hjá ríkisstjórninni því að flestir ráðherrarnir og meirihluti þingheims stendur í þakkarskuld við útgerðina vegna framlags hennar í kosningasjóði.

Þeir ráðskast með okkur, falsararnir, af því að við kjósum þá til valda.

Aftur og aftur.

Og bráðum kemur bólutíð með blóm í haga, sæluríka…

Höfundur er rithöfundur

Flokkun : Pistlar
1,354