trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 03/06/2014

Er þeim sjálfrátt?

Ég er veiðimaður, þ.e. að mér hefur alltaf fundist gaman að veiða fisk á stöng. Ég veiði hins vegar sjaldnast mikið og magnið skiptir mig minna máli síðari árin. Ég hef í nokkur skipti séð hvernig þeir veiða sem eingöngu mæta á árbakkann til að sýna veraldlegan auð sinn. Þar fóru bankamenn fremstir meðal jafningja fyrir Hrun ásamt stórkörlum úr byggingar- og verktakabransanum. Og svo auðvitað fleiri.b-d_strakarnir_8

Einn og einn stjórnmálamaður slæddist einnig með, oft í boði vina sinna. Leigutakar keyrðu upp verðin á veiðileyfunum sem var auðvelt á þessum tíma þegar peningar flæddu úr vösum þessa fólks. Samanlagt komu leyfissalar og ríku plebbarnir óorði á stangveiðina.

Nú á að hefja hana aftur til vegs og virðingar með því að endurtaka leikinn! Leigutakar ætla nú að reyna að varpa nýjum dýrðarljóma á stangveiðina með því að bjóða frægum vinum sínum í „ókeypis“ veiði. En þegar vinirnir eru stjórnmálamenn, eins og í þessu tilviki, þá horfir málið öðruvísi við.

Maður spyr sig hvort þeim félögum, Bjarna og Sigmundi, sé sjálfrátt að þiggja slíkt boð.

Hversu ótengdir geta menn verið við umhverfi sitt, land og þjóð?

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,245