trusted online casino malaysia
Indriði Þorláksson 04/12/2014

Enn um kaup á skattsvikagögnum

Bjarni BenediktssonFyrir rúmum mánuði birti ég pistil á þessum vettvangi ( https://herdubreid.is/?p=14037 ) þar sem ég vakti athygli á því að lögum samkvæmt er það skattyfirvalda að taka allar ákvarðanir um eftirlit og rannsóknir í skattamálum. Það er skattyfirvalda, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra, að ákveða með hvaða hætti skatteftirlit og skattrannsóknir fara fram. Ráðherra hefur enga aðkomu að þeim ákvörðunum skattyfirvalda en ber að hafa eftirlit með að þau ræki skyldur sínar.

Sú töf á ákvörðun um kaupa upplýsingar sem snerta hugsanleg lagabrot íslenskra skattborgara hefur eðlilega verið mörgum undrunarefni. Tilkynning sem birtist á heimasíðu fjármálaráðuneytisins í gær (3. des.) hefði átt að taka af allan vafa um að farið yrði að lögum og eðlilegum stjórnsýsluháttum í þessu efni. En er það svo?

Það er að vísu ánægjulegt að „Ráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálfstæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna fyrir þau verkefni sem embættið sinnir.“ eins og segir í tilkynningunni. Það er tímabært að þessari „sjálfstæðu skyldu“, sem hefur verið í lögum í marga áratugi sé gaumur gefinn. En felst í þessu staðfesting ráðuneytisns á því að það sé verkefni skattrannsóknarstjóra að ákveða hvort gögnin verða keypt? Hvað þýðir að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna? Hver tekur ákvörðun um kaup eða ekki á grundvelli þess mats?

Þetta orðalag vekur ekki síst furðu vegna þess hve annað orðfæri í tilkynningunni er loðið og óljóst svo sem það  „að ekki verði gerðir samningar við aðra en þá sem til þess eru bærir“. Hvað bærir merkir í þessu samhengi er fullkomlega óljóst. Ennfremur segir að heimildin sé veitt með „eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“ Ber þetta ekki með sér að fjármálaráðuneytið ætlar sér aðkomu að málinu og hafa hönd í bagga með lokaákvörðuninni? Er þá líklegt að gengið verði gegn ráði ráðherra?

Þýðir tilkynningin í reynd nokkuð annað en að skattrannsóknarstjóri, sem nota bene fer með lögregluvald í rannsóknum á skattalagabrotum, megi náðarsamlegast leggja mat á virði gagnanna en ákvörðunin um kaup á þeim sé ráðuneytisins? Ætla mætti að fréttir af afskiptum innanríkisráðherra af lögreglurannsókn í lekamálinu hafi ekki náð eyrum þeirra í Arnarhváli.

Latest posts by Indriði Þorláksson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,353