Enn lækkar veiðigjaldið
Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir að hún tók við völdum var að lækka veiðigjöld í sjávarútvegi um 4 milljarða króna. Nú leggur ríkisstjórnin til að gjöldin lækki enn frekar eða um 2,8 milljarða króna á ári, þrátt fyrir met afkomu í greininni.
Nái það fram að ganga hefur ríkisstjórninni tekist á innan við ári að lækka árlegar tekjur af veiðigjöldum um tæpa 7 milljarða. Viðbótarlækkuninni verður eins og þeirri fyrri mætt með auknum niðurskurði.
Í stuttu máli fjallar nýtt frumvarp um lækkun veiðigjalda um eftirfarandi:
- Frumvarpið byggir á tillögum sem unnar eru af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte sem hefur lengi starfað á vegum LÍÚ (bls. 5).
- Tekjur af veiðigjöldum munu lækka um 2,8 milljarða til viðbótar fyrri lækkun.
- Horfið er frá auðlindagjaldi sem tekur mið af afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Í stað þess verður veiðigjaldið föst krónutala á hverja fisktegund, að teknu tilliti til úthaldsdaga, aflamagni og verðmæti einstakra tegunda.
- Að teknu tilliti til afsláttar verður samanlagt gjald (fast gjald + sérstakt gjald) á margar fisktegundir lægra en grunngjaldið á þorskígildi er í dag (kr. 9,50 pr/ígildi) nái frumvarpið fram að ganga.
- Samkvæmt umsögn fjármálaráðuneytisins munu tekjur ríkissjóðs skerðast um 2,8 milljarða króna á ári (bls. 12-13).
- Engin áform eru upp um að mæta því tapi með auknum tekjum og því þarf að skera niður í útgjöldum sem lækkuninni nemur.
Ríkisstjórnin hótar því að kalla þing saman í sumar ef Alþingi gerir ekki frumvarpið að lögum á næstu átta þingdögum. Svona frumvarp sem felur í sér enn frekari lækkun gjalda á útgerðir og auðmenn er hins vegar hvalreki á fjörur stjórnarandstöðunnar í aðdraganda kosninga.
Það er lítil því hótun í sumarþingi.
- Hugsanlega afdrifaríkur dómur - 26/03/2018
- Vandi Vinstri grænna - 23/01/2018
- Gamlar og vondar hugmyndir - 08/01/2018