Auglýst eftir Ámunda
Vefur Herðubreiðar er orðinn þriggja mánaða gamall. Og það er strax tómt vesen.
Ekki vefurinn þó. Þið eruð vesenið. Lesendur. Þið eruð orðin svo mörg að við þurfum að kaupa tíu sinnum dýrari hýsingarþjónstu (hýsil?) en hingað til. Það er vesen.
Þess vegna vantar okkur nú auglýsingasölumann. Góðan. Helzt einhvern Ámunda, jafnvel soldið yngri.
Hann þarf að geta selt auglýsingar á vef fyrir fullorðið, sæmilega læst fólk sem nennir að lesa lengri texta en almennt gerist. Hann þarf að geta selt auglýsingar á vef sem reynir að forðast smelludólgafyrirsagnir (þó að stundum sé bara ekki hægt að standast freistinguna). Og hann þyrfti helzt að geta selt mér þá skoðun að Framsóknarflokkurinn sé á góðri leið í lífinu. Það er eiginlega stóra prófið.
Þið sjáið að það er engin tilviljun að mér datt Ámi í hug fyrstur manna. Tvíburasystkin hans að hæfileikum mega gjarna hafa samband í herdubreid@herdubreid.is.
- Möskvar minninganna (XXI): Gleðimont - 12/08/2019
- Um gamlar kærustur og nýjar - 02/07/2019
- Möskvar minninganna (XX): Með hitamælinn í rassinum - 30/06/2019