trusted online casino malaysia
Spegillinn 16/03/2016

Athugasemd frá Leiti

Speglinum hefur borist svohljóðandi athugasemd frá húsfreyjunni á Leiti:Skrúðásbóndi og freyja

———-

Ólyginn sagði mér, að blessuð forsætisráðherrafrúin hafi vikið að mér orði ósköp guðlausu og óskað mér hvorki farnaðar né farsældar, og þá skyldi eg hvergi þrífast né viðtakast hjá góðu fólki.

Æ, blessuð trítlan, ekki veit eg hvaðan henni kemur svoddan meinbægni og trakteringar fyrir auma alþýðuskepnu. Ekki eru ástæður okkar Halls á þessari vetrar tíð svo, að við séum búin til langra ferðalaga eða heimsókna á betri bæi.

Hefur mig þó oft langað til þess, eg segi það satt, að koma fram eftir, því hvar kemur maður á annað eins sæmdarheimili og að Hrafnabjörgum?

Hvað skal þá segja um Skrúðás, hjáleiguna nýju í hreppnum, sem óljúgfróðir segja í engu síðri en höfuðbólið í velgjörð og risnu?

Blessaður unginn, ekki víkur hún ketti sleikju eða hundi beini, og heyrt hef eg að þetta sé mesta trippi, stelpan.

Æ, mig grunar, að hún væri hrædd um, að við mundum sjá það, sem ekki á að sjást.

Þó er það fallegur bölvaður sláni – guð fyrirgefi mér, að ég blóta – strákurinn hennar þar, hann Sigmundur.

Eg get ekki gjört að því, að mér vöknar ætíð um augu, þegar eg minnist á hann blessað ljúfmennið.

Það er satt; þó veit eg ekki, hvert hann ætti að sækja góðmennskuna; dúfan hefur aldrei komið úr hrafnsegginu enn þá.

Hún má reiða sig upp á mig, frúin góða, því þó aldrei hafi hún hlynnt neinu góðu að mér, þá á hann, sem nú er bóndi að Skrúðási, það að mér, að eg reyndist henni ekki verr en aðrir í því litla, sem eg megna.

En það sést nú hérna á mörgu – þó eg eigi ekki að segja annað en það, sem gott er, um hana frúna, sauðinn.

Eg er enginn skynskiptingur, og það, sem einu sinni er komið í hendurnar á mér, það skal enginn þaðan draga, þó það væri forsjónin; og þagað get eg yfir því, sem mér er trúað fyrir, þó eg sé kjöftug; eg held það varði engan um það, þó eitthvað meinleysi sé á millum þeirra hjóna.

Guðs þökk og forlát.

Gróa

[Uppfært. Athugasemd ritstjórnar: Í ljós hefur komið að málsgreinarnar hér að ofan eru flestar orðréttar úr skáldsögu Jóns Thoroddsens, Pilti og stúlku. Óvíst er því hver hinn raunverulegi höfundur bréfsins er, en böndin berast að Karli Garðarssyni.]

Spegillinn
Latest posts by Spegillinn (see all)
Flokkun : Pistlar
1,146