Angist
Eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur
Djúpt niðrí moldinni
nagar hún rótina
hægt en markvisst
þartil einn daginn
— ég veit hann kemur —
að hún nagar mig í sundur
og eitthvað af mér
þeytist stjórnlaust
útí buskann
hverfur útum eldhúsgluggann
hitt verður eftir
og klárar uppvaskið.
Ingibjörg Haraldsdóttir
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021