trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 09/05/2014

Alvarleg kosningasvik

Það er allt rétt sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar um stóru millifærsluna í morgun. Þetta er galið mál frá öllum hliðum séð.

Í minnisblaði frá ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðisflokksins, kemur eftirfarandi fram:

  1.  Afar fá heimili fá hámarksniðurfærslu
  2. Flest heimili með verðtryggð húsnæðislán hafa þegar notið úrræða fyrri ríkisstjórnar og fá því ekkert
  3. 70% millifærslunnar fer til höfuðborgarsvæðisins þangað sem fasteignaverð er að hækka hvað mest
  4. 1,3% fer til NV-lands og 1,1% til Vestfjarða þangað sem fasteignaverð hefur lækkað og atvinna er að dragast saman
  5. Helmingur millifærslunnar fer til þeirra sem skulda minna en 20 m.kr. og eru ekki í greiðsluvanda

Þessu til viðbótar ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar á fundi sínum í gær að auka skattaafslátt til efnameira fólks sem hefur ráð á að greiða niður húsnæðislánin sín með eigin fé.

Í stuttu máli: Að mati fjármálaráðuneytisins stendur til að millifæra 150 mia.kr. af skatttekjum ríkisins frá landsbyggð til höfuðborgar og frá efnaminna fólki til þeirra sem meira hafa. 

Á sama tíma og efnameira fólk á höfuðborgarsvæðinu á að fá millifærslu úr ríkissjóði er verið að flytja verkafólk af landsbyggðinni suður með rútum.

Til að bæta svo gráu ofan á svart munu lánastofnanir hafa forgang í millifærsluna og fá allt sitt greitt upp í topp, jafnvel það sem áður hafði verið samþykkt að afskrifa af skuldum fólks.

Ekkert af þessu er í ætt við það sem lofað var í aðdraganda kosninga heldur er búið að snúa því öllu á hvolf.

Þetta eru alvarleg kosningasvik.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,748