Af fréttum II, breytt náttúrulögmál?
Ég heyrði áðan á fréttastofu sem vill láta taka sig alvarlega að búið væri að sanna að einhver fyrrverandi páfi hefði gert kraftaverk. Rúv nánar tiltekið.
Tilefnið, jú í kvöldfréttum Rúv áðan var sagt að búið væri að sanna að fyrrverandi páfi hefði gert eitt kraftaverk. Sanna! Já, takk.
Nú er annað hvort búið að breyta skilgreiningunni á kraftaverkum, sem vel má vera, en það hefði þá gjarnan mátt fylgja fréttinni.
Nú, svo gæti hitt verið, að náttúrulögmálin hafi eitthvað breyst… það hefði þá líka verið áhugaverður fróðleiksmoli með fréttinni – og eiginlega enn meiri frétt.
Síðasti möguleikinn er að viðkomandi fréttamaður hafi ekki verið með kveikt á öllum perum.
- Vín í matvöruverslanir? Auðvitað - 12/07/2014
- Er þetta ekki mótsögn hjá forsætisráðherra? - 28/06/2014
- Heimskun stjórnmálanna, verri en fordómarnir? - 10/06/2014