Á Droplaugarstöðum
Ég átti erindi upp á Droplaugarstaði í dag (01.11.´18). Þegar ég fór þaðan ákvað ég að skrifa lítinn pistil um þá heimsókn. Áður en ég settist við sá ég þetta á eyjunni.is:
Magnús Haraldsson‚ geðlæknir við Landspítalann og dósent við læknadeild Háskóla Íslands, skrifar ritstjórnargrein í Læknablaðið sem er nýkomið út. Þar amast hann við umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðiskerfið, sem hann segir gjarnan vera á „neikvæðum nótum“.
Grein læknisins er skrifuð af yfirvegun. Og þörf. Ég ætla ekki að vitna í hana en bendi hverjum þeim sem þessar línur sér að lesa hana.
Ég, eins og margir aðrir sem hlusta á fréttir og les þær, átti allt eins von á því að á Droplaugarstöðum væri allt í niðurníðslu; aðbúnaður dvalargesta ömurlegur og starfsmenn fáir og ergilegir. Annað var uppá. Þann tíma sem ég dvaldist þar innandyra fylltist ég stolti yfir því hvers lags stofnun við eigum þar. Húsnæðið er bjart og rúmgott. Þeir sjúklingar sem ég sá voru allir ósjálfbjarga. Þeir fengu aðhlynningu. Og umönnun. Hvort tveggja veit af alúð. Og starfsmenn voru lágværir og hjálplegir öllum. Konur. Þetta voru nær allt konur. Og. Margar þeirra af erlendu bergi brotnar. Nýbúar.
Meðan á heimsókninni stóð gat ekki annað en hneykslast á okkur innfæddum sem keppumst við að tala heilbrigðiskerfið niður í ruslflokk á meðan nýbúarnir strita við að halda því í úrvalsdeild.
Það er sómi að rekstri Droplaugarstaða.
- Sálumessa - 02/07/2020
- Umhverfisvændi - 21/04/2020
- Er brennivínið besti kostur? - 26/03/2020