Um ábyrgð almennings á Hruninu
Benedikt Jóhannesson einn af forsvarsmönnum Viðreisnar svaraði spurningu blaðamanns í gær hvort Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi ríkisstjórnir þessa lands fram yfir hrun bæri ekki mesta ábyrgð á því hvernig fór og þeirri stöðu sem við sitjum í.
Benedikt svaraði „Já, en ég held að meginábyrgðina beri almenningur sem í gegnum fjölmiðla var óskaplega meðvirkur með öllu því sem var að gerast. Það var enginn sem stóð upp og sagði: heyrðu nei, þetta er of gott til að vera satt og hlýtur að vera einhver vitleysa.“
Benedikt hefur eftir viðtalið tekið fram að þetta hafi verið ónákvæmt svar, en heldur þó samt í hluta af skýringu Sjálfstæðismanna.
Um þessa söguskýringu má segja. Það var ríkið sem brást. Það á að setja leikreglur sem tryggja stöðu almennings, en þar á bæ var ekki verið tekið tillit til ábendinga um hvert stefndi. Geir Haarde leiddi kosningabaráttu Sjálfstæðismannárið 2007 undir kjörðinu „Traust efnahagsstjórn“
Teknar voru úr sambandi eftirlitsstofnanir þrátt fyrir aðvaranir ráðherra vinaríkja okkar sem allir ræddu árin 2006 – 2007 við forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Seðlabankastjóra um hvert stefndi. Einnig má benda á aðvaranir hagdeildar ASÍ.
Svo var komið að þessi lönd sögðust ekki koma nálægt íslenskum stjórnmálamönnum nema þá í gegnum AGS. Þá ruku forsvarsmenn Sjálfstæðismanna ásamt forseta vorum og báru þungar sakir á ráðamenn vinaþjóða okkar.
Ég var á þessum árum í stjórnum norræna Rafiðnaðarsambandsins og norræna Byggingarsambandsins og kynntist vel viðhorfum vinaþjóða okkar gagnvart Íslandim, hvað varðar efnahagsstjórnina.
Það eru stjórnvöld sem setja lögin og viðhalda eftirliti, en þau lögðu til hliðar samkennd og jöfnuð, en léti markaðshyggjuna ráða för. Með því ákváðu þau að viðhalda því ástandi sem tryggði áframhald óstöðugleikans og þá um leið að ofurvextir og verðtrygging verði hér áfram um alllangt skeið.
- Skuggahliðar menningarinnar. - 26/04/2016
- Nei takk ómögulega. Það er nóg komið - 07/04/2016
- Þetta er ógeðslegt þjóðfélag - 04/04/2016